Spáin að lagast
Veðurspáin hefur lagast talsvert eftir því sem liðið hefur á vikuna. Í byrjun hennar var spáð talsverðri rigningu á þjóðhátíð, mest á föstudegi en minnst á sunnudegi en engu að síður blautt alla þrjá dagana. Nú hefur heldur dregið úr spá um rigningu og ef fram heldur sem horfir, verður sól og blíða í Herjólfsdal um helgina.
Veðurstofa Íslands spáir nú rigningu fyrri part fimmtudags en þurru veðri á föstudag. Á laugardag er spáð lítilsháttar rigningu fram eftir degi en styttir upp seinni partinn en aftur verður lítilsháttar rigning á sunnudag. �?á verður lítill sem enginn vindur föstudag og laugardag en fer í 15 metra á sekúndu á sunnudag. Spáin á Belgingi er mjög svipuð, kannski heldur minni úrkoma, lítill vindur nema á sunnudag hvessir. Norska síðan yr.no spáir lítilsháttar úrkomu á föstudag og laugardag en þurrt á sunnudag. �?ar er vindaspáin eins, lítill sem enginn vindur föstudag og laugardag en hvessir á sunnudag.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.