Hugbúnaðarfyrirtækið Blendin hefur hannað smásímaforrit, eða app í tengslum við þjóðhátíð og í samvinnu við þjóðhátíðarnefnd. Frá þessu er greint á Vísi.is en þar segir að með appinu, sé hægt að staðsetja vini og vandamenn með nokkurri nákvæmni í Herjólfsdal. �??Hvimleitt vandamál hefur iðulega skapast þegar vinkonur og vinir verða viðskila og margar klukkustundir fara í leit að þeim horfnu. Blendin útrýmir þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Samstarf �?jóðhátíðarnefndar og Blendin felur í sér fyrir fram ákveðin kennileiti í Herjólfsdal sem notendur geta auðveldlega skráð sig inn á í appinu (e. checkin). �?annig getur þú sem notandi skráð þig inn til dæmis í hvítu tjöldin. �?ú velur svo ákveðna vini og vinkonur sem fá þá staðsetningu því stundum viltu bara deila þessum upplýsingum með ákveðnu fólki,�?? útskýrir Davíð �?rn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin.