Vonandi upphafið að frábærri þjóðhátíð
Karlalið ÍBV leikur stærsta leik sinn í talsvert langan tíma þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum bikarsins á morgun, fimmtudag en leikurinn hefst klukkan 18:00. Liðin hafa einu sinni mæst í sumar, einmitt á Hásteinsvelli í deildinni en þá höfðu KR-ingar betur 2:3 eftir að ÍBV hafði komist í 2:0. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar slegið Eyjamenn út í bikarnum og tala leikmenn um að tími sé kominn á það að slá Vesturbæingana úr leik. Hvítu riddararnir, sem gerðu garðinn frægan í úrslitakeppninni í handboltanum þegar strákarnir urðu Íslandsmeistarar, ætla að mæta á leikinn og sýna hvers þeir eru megnugir.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, var vel stemmdur þegar blaðamaður Eyjafrétta heyrði í honum í gær. �??Mér líst bara rosalega vel á leikinn. Við stóðum okkur að mörgu leyti vel á móti þeim í deildinni, komumst í 2:0 og hefðum átt að fá víti í þeirri stöðu. En einhvern veginn hrundi okkar leikur og KR-ingar náðu að skora þrjú mörk. KR er auðvitað með mjög gott lið og gaman að spila gegn þeim. Markmaðurinn þeirra, Stefán Logi, verður í banni í bikarleiknum og það vissulega veikir liðið aðeins. En það er mikið í húfi í þessum leik, stærsti leikur ársins, sjálfur bikarúrslitaleikurinn á Laugardalsvelli bíður okkar ef við vinnum þennan leik. Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og það var að ná Evrópusæti. Ef við vinnum þá tvo leiki sem eftir eru í bikarnum, þá náum við þessu markmiði okkar,�?? sagði Sigurður Ragnar sem segir þátt stuðningsmanna mjög mikilvægan í leiknum.
Tölfræðin ekki á bandi ÍBV
Ekki verður sagt að tölfræðin sé á bandi Eyjamanna fyrir leikinn mikilvæga. Eins og áður hefur komið fram, sló KR ÍBV úr keppni í bikarnum bæði 2013 og 2012 og einnig í bikarnum sumarið 2010. Síðan ÍBV kom aftur upp í úrvalsdeild 2009, hafa liðin leikið níu leiki á Hásteinsvelli í deild og bikar. Skemmst er frá því að segja að ÍBV hefur aðeins unnið einn af þessum níu leikjum, KR hefur unnið sjö og einu sinni hafa liðin gert jafntefli á Hásteinsvelli síðan 2009. Ef allir leikir liðanna í deild og bikar frá og með árinu 2009 eru teknir, kemur í ljós að í 14 viðureignum liðanna, hefur ÍBV unnið einn leik, tvisvar hafa liðin gert jafntefli en KR hefur unnið ellefu leiki. �?að er því kominn tími á að rétta aðeins hlut ÍBV í þessum samanburði.
Forsala miða er í Tvistinum og er forsalan opin þar til klukkan 13:00 á leikdegi.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.