Ekkert þokast í samningsátt
Verkfall undirmanna á Herjólfi hófst 5. mars á þessu ári en verkfallið stóð frá 17 síðdegis til 8 að morgni daginn eftir og um helgar. 21. mars var föstudegi svo bætt við verkfallið sem þýddi að ekkert var siglt milli lands og Eyja frá föstudegi fram á mánu­dag og aðeins ein ferð á dag, hina fjóra dagana. Alþingi samþykkti svo lög á verkfall undirmanna Herjólfs og var verkfallinu frestað til 15. september, eða eftir mánuð. 29 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, lagði fram, 13 voru á móti og 5 sátu hjá.
Lítið að gerast
Eins og áður sagði er deilan í hnút og ekkert hefur hreyfst í samningaviðræðum frá því að lögin voru sett á verkfallið. �??Nei, nei, það er ekkert að frétta,�?? sagði Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands. �??Sáttasemjari flautaði þetta af fram í miðjan ágúst og málið var í raun og veru sett í geymslu strax eftir lagasetninguna. �?að var greinilegt að þegar þú pantar svona lagasetningu, og færð hana, þá er hún gerð í þágu þeirra sem um hana biðja. Enda kom svo í ljós að með lagafrumvarpinu fylgdi greinargerð sem ég gat ekki betur séð en að væri komin frá bæjarstjóranum í Eyjum. �?að voru einu skjölin sem fylgdu lagafrumvarpinu á sínum tíma.�??
Jónas segist ekki búast við öðru en að verkfall skelli á að nýju með sama hætti 15. september, ekkert unnið milli kl. 17 og 8 og ekkert á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Hann segist jafnframt telja það verkfallsbrot ef annað skip verði í siglingum milli lands og Eyja á meðan verkfall stendur yfir. �??�?að er verkfallsbrot þegar annar aðili kemur og leysir af í stað þeirra sem eru í verkfalli. �?að sama hlýtur að gilda með Baldur.�??
Samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá Samtökum atvinnulífsins, er það ekki talið verkfallsbrot ef Baldur er í siglingum í stað Herjólfs enda séu bæði dómar og fordæmi sem styðji það.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.