Forsvarsmenn golfmótsins Ufsaskalla, þeir Valtýr Auðbergsson, Magnús Steindórsson og Kristján Georgsson fóru um bæinn í síðustu viku og styrktu góð málefni. Meðal þeirra sem njóta góðs af ágóða golfmótsins eru íbúar Sambýlisins, Barnahagur/Fjölskylduhjálp í Vestmannaeyjum og tvær fjölskyldur sem hér búa.
Barnahagur/Fjölskylduhjálp í Vestmannaeyjum fékk 700 þúsund krónur frá þeim félögum en séra Guðmundur �?rn Jónsson, prestur við Landakirkju tók við styrknum. Valtýr, Magnús og Kristján komu einnig við í Sambýlinu en íbúar þar eru á leið í utanlandsferð til Tenerife í september. �?ar sem búið er að greiða fyrir ferðina, ákváðu þeir að bjóða hópnum út að borða þar ytra og verður ekkert slegið af í veislunni. �?á var búið að nota ágóða golfmótsins til að styrkja tvær fjölskyldur um 150 þúsund krónur. Sannarlega glæsilegt framtak hjá þeim piltum en Ufsaskallamótið er haldið á hverju ári.