Eitt fíkniefnamál í vikunni
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við leit á karlmanni á fertugsaldri fannst smáræði af ætluðu amfetamíni. Í framhaldi var farið til húsleitar á heimili mannsins þar sem bæði ætlað amfetamín fundust sem og maríhúana. Maðurinn viðurkenndi að eiga þessi efni og að hafa ætlað þau til eigin nota. Málið telst að mestu upplýst.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki.
Eitt ökumaður var kærður vegna brota á umferðarlögum en sá hafði lagt bifreið sinn ólöglega.
�?á var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið þannig að hliðarspegill vinstra megin brotnaði af. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvar atvikið átti sér stað, en talið að það hafi átt sér stað á milli kl. 10 og 11 þann 29. ágúst sl.
Lögreglan vill minna á að þann 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera á almannafæri til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera á almannafæri til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.