Kjaradeila á Herjólfi á ekki að hafa áhrif
Herjólfur fer í slipp í Svíþjóð í næstu viku og gæti orðið frá allt fram að mánaðamótum. Ýmsar breytingar verða gerðar á skipinu sem eiga að bæta getu þess til siglinga í Landeyjahöfn auk ýmissa lag­færinga og venjulegs viðhalds. Breiðafjarðarferjan Baldur leysir Herjólf af.
Herjólfur siglir samkvæmt áætlun á sunnudaginn en á mánudagsmorguninn tekur Baldur við. �??Já, það er rétt að Baldur leysir Herjólf af á meðan hann er í slipp,�?? sagði Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi sem eiga og reka Baldur. �??Við erum með samning til næstu mánaðamóta eða þann tíma sem áætlað er að slippurinn taki.�??
�?ann 15. september falla úr gildi lög sem sett voru á deilu undirmanna á Herjólfi og Eimskips. Pétur á ekki von á að það hafi áhrif á siglingar Baldurs. �??�?g hef ekkert hugsað út í það og sé ekki ástæðu til að svo verði. �?etta er annað skip og önnur útgerð þannig að ég á ekki von á þessar deilur hafi nokkur áhrif á okkur,�?? sagði Pétur en staðan hjá þeim er snúin.
�??�?að eru ekki allir kátir hérna fyrir vestan því skipið, sem átti að leysa Baldur af og átti að koma í júlí, er enn fast út í Noregi. Við teljum það uppfylla allar kröfur um siglingar á þessu svæði en þeir sem túlka reglugerðir á Íslandi eru á öðru máli. Á meðan er allt fast.�?? Baldur hefur áður hlaupið í skarðið fyrir Herjólf og þjónað Eyjamönnum vel.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.