Meðal annars boðið uppá söng og dans ef verslað er fyrir 5000 krónur eða meira
Kvennalið ÍBV í handbolta tekur sem kunnugt er þátt Evrópukeppninni í ár. Verða báðir leikir liðsins spilaðir á útivelli en ÍBV mætir talska liðinu Salermo í 2. umferð EHF bikarsins. Fyrri leikurinn verður 18. október en síðari leikurinn daginn eftir, laugardaginn 19. október. Allan kostnað við ferðina til Ítalíu þurfa stelpurnar sjálfar að bera. �?ær eru þessa dagana að afla fjárins með ýmsum hætti. Markmaður liðsins, Dröfn Haraldsdóttir skrifar að facebooksíðu sína bónarbréf, þar sem hún býður ýmislegt til sölu í fjárföflunarskyni.
�??Takið eftir kæru vinir mínir, vandamenn, óvinir, fyrrverandi kærastar, gamlar vinkonur, frænkur, frændar og allir hinir !!!
Í ljósi þess að við stöllur í meistaraflokki ÍBV erum á leiðinni í Evrópukeppni félagsliða í október, er í gangi fjáröflun, því sjálfar þurfum við að safna fyrir ferðalaginu til Ítalíu. Mér þætti því afar vænt um ef að þið vinir mínir gætuð gert mér lítinn greiða og stutt mig með því að kaupa af mér ýmislegt sem ég hef upp á að bjóða, sem dæmi:
5.kg af ný uppteknum íslenskum kartöflum, verð 1500 kr
1.kg af brakandi ferskum íslenskum gulrótum, verð 1000 kr
500.gr af blönduðum bragðmiklum og silkimjúkum lakkrís, verð 1000 kr
ál, bökunar&filmu- rúllupakkar fyrir duglegar húsmæður, verð 1500 kr
25.stk sterkir ruslapokar á rúllu, verð 2000 kr
8.stk heilar kringlóttar og myndarlegar flatkökur, verð 1000 kr
�?g hef svo ákveðið að bjóða upp á smá glaðning fyrir þá sem versla fyrir 5000.kr eða meira, glaðningurinn felur í sér mína miklu sönghæfileika þar sem ég mun bæði syngja og dansa með ÍBV-laginu auk óskalags að eigin vali og eignhandaráritun ef að áhugi er á því, þessi athöfn færi fram við afhendingu á pöntuninni.
�?eir sem hafa svo áhuga á að styrkja mig fyrir þetta ferðalag geta haft samband hér í commentum, með skilaboðum á facebook, í síma 8458505 eða jafnvel ef þið rekist á mig úti í bæ þá er ykkur velkomið að hóa í mig, það sem fram þarf að koma með pöntuninni er nafn, heimilisfang, og það sem þú vilt kaupa af þessu.
Með fyrirfram þökk til ykkar,
Dröfn Haraldsdóttir.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.