Titilvörn Íslandsmeistara ÍBV í handbolta í dag þegar 1. umferð Olísdeildar karla lýkur með leik FH og ÍBV í Hafnarfirði. Fjórir leikir fóru fram í gær, þetta er því eini leikurinn og verður hann sýndur á íþróttarás R�?V. �?tsendingin hefst klukkan 17:50 en leikurinn hefst klukkan 18:00.
Í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var karlaliði ÍBV spáð 5. sæti. �?að kemur kannski mörgum á óvart, enda ÍBV liðið ekki mikið breytt frá síðasta tímabili, þegar liðið fagnaði Íslandsmeistaratitli eftir frábæra úrslitakeppni. Hins vegar hafa önnur lið styrkst talsvert en samkvæmt spánni verður deildin tvískipt, þ.e.a.s. Valur, Haukar, FH, Akureyri og ÍBV verða í efri hlutanum á meðan ÍR, Afturelding, Fram, Stjarnan og HK verða í neðri hlutanum. Svona var röð liðanna í spánni og Val því spáð Íslandsmeistaratitli.
Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var nokkuð brattur fyrir tímabilið þegar blaðamaður hitti á hann eftir síðari leik ÍBV gegn ísraelska liðinu Maccabi. �??�?essir tveir leikir voru góð upphitun fyrir leikinn á föstudaginn gegn FH á útivelli. �?að verður erfiður leikur en við erum klárir. Við erum meðvitaðir um að allir vilja vinna Íslandsmeistarana og það verður áskorun fyrir okkur að standa undir þeirri nafnbót í vetur,�?? sagði Gunnar en tveir leikmenn ÍBV glíma við meiðsli og óvíst hvort þeir verði tilbúnir fyrir tímabilið. �?að er annars vegar skyttan Andri Heimir Friðriksson og varnarjaxlinn Sindri Haraldsson.
�?rslit leikja í gær voru þau að ÍR og Valur skildu jöfn 23:23, Afturelding vann Stjörnuna 29:22 í nýliðaslagnum, HK tapaði á heimavelli fyrir Akureyri 21:25 og Fram kom mörgum á óvart með því að leggja Hauka að velli 22:21.