Kvennalið ÍBV vann góðan útisigur á Val í kvöld en leikur liðanna fór fram á heimvelli Vals, Vodafonevellinum. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom ÍBV yfir á 31. mínútu og staðan í hálfleik var 0:1. Valur jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks en Shaneka Gordon kom ÍBV aftur yfir á 67. mínútu og Vesna Elísa Smiljkovic innsiglaði sigur ÍBV tveimur mínútum síðar. Stigin þrjú í dag tryggja að ÍBV getur ekki endað neðar en í 6. sæti, þar sem liðið er núna því Valur er í 7. sæti, fimm stigum á eftir ÍBV. �?ótt ótrúlegt megi virðast þá á ÍBV ennþá veika von um að ná þriðja sætinu en �?ór/KA situr þar með 30 stig. Selfoss og Fylkir eru svo með 29 stig en ÍBV er með betra markahlutfall en öll þessi þrjú lið. Fari svo að Selfoss og Fylkir geri jafntefli í sínum leikjum í lokaumferðinni og �?ór/KA tapar, þá dugir ÍBV sigur á heimavelli gegn Breiðabliki. Hins vegar eru líkurnar á að þetta gangi eftir ekki miklar en þó, miði er möguleiki.
Ian Jeffs tekur við
�?að hefur verið opinbert leyndarmál í Eyjum að knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs muni taka við meistaraflokki kvenna eftir tímabilið. Jón �?lafur Daníelsson, þjálfari liðsins síðustu átta tímabil staðfesti þetta hins vegar eftir leikinn, að hann muni stíga til hliðar og Jeffsy taki við. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hyggst Jeffsy þó halda áfram að spila með karlaliðinu og verður Jón �?li honum til halds og trausts vegna þessa.