Á hluthafafundi í Vinnslustöðinni hf. (VSV) miðvikudaginn næsta, 8. október liggja fyrir tvær tillögur stjórnar. Báðar lúta að sameiningu VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Fyrri tillagan er að fundurinn samþykki samruna Ufsabergs-útgerðar ehf. og Vinnslustöðvarinnar hf. þar sem Vinnslustöðin hf. verður yfirtökufélagið. Seinni tillagan er að fundurinn samþykki að hækka hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. um 611.067 evrur. Forkaupsréttur hluthafa gildi ekki um viðbótarhlutaféð og veiti hluthafafundurinn stjórn félagsins heimild til að ráðstafa hinu nýja hlutafé ásamt eigin bréfum félagsins að nafnvirði 96.598 evrur til annarra hluthafa Ufsabergs-�?tgerðar ehf. samtals 707.665 evrur í samræmi við samrunaáætlun félaganna.
�??Með þessu er verið að reka endahnútinn á sameiningu Ufsabergs og Vinnslustöðvarinnar,�?? sagði Guðmundur �?rn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV í samtali við Eyjafréttir á miðvikudag. �??Vinnslustöðin á þegar um 65% hlut Ufsabergi. Hlutafjáraukningin kemur til vegna sameiningarinnar og eignast aðrir hluthafar í Ufsabergi því hlutabréf í Vinnslustöðinni við sameininguna.�??