Endahnútur á sameiningu Ufsabergs og Vinnslustöðvar
Á hluthafafundi í Vinnslustöðinni hf. (VSV) miðvikudaginn næsta, 8. október liggja fyrir tvær tillögur stjórnar. Báðar lúta að sameiningu VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Fyrri tillagan er að fundurinn samþykki samruna Ufsabergs-útgerðar ehf. og Vinnslustöðvarinnar hf. þar sem Vinnslustöðin hf. verður yfirtökufélagið. Seinni tillagan er að fundurinn samþykki að hækka hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. um 611.067 evrur. Forkaupsréttur hluthafa gildi ekki um viðbótarhlutaféð og veiti hluthafafundurinn stjórn félagsins heimild til að ráðstafa hinu nýja hlutafé ásamt eigin bréfum félagsins að nafnvirði 96.598 evrur til annarra hluthafa Ufsabergs-�?tgerðar ehf. samtals 707.665 evrur í samræmi við samrunaáætlun félaganna.
�??Með þessu er verið að reka endahnútinn á sameiningu Ufsabergs og Vinnslustöðvarinnar,�?? sagði Guðmundur �?rn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV í samtali við Eyjafréttir á miðvikudag. �??Vinnslustöðin á þegar um 65% hlut Ufsabergi. Hlutafjáraukningin kemur til vegna sameiningarinnar og eignast aðrir hluthafar í Ufsabergi því hlutabréf í Vinnslustöðinni við sameininguna.�??

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.