Gunnar Ingi með sína fyrstu ljósmyndasýningu
Gunnar Ingi Gíslason er sjómaður og það geislar af honum gleðin og krafturinn þar sem við sitjum í stofunni heima hjá honum á Heiðarveginum. Hann er fjölskyldumaður og býr þarna með fjölskyldu sinni, Auði Ásgeirsdóttur, hjúkrunarfræðingi og börnunum Sólveigu Lind, Ragnheiði Rós og Fannari Inga. Á veggjum, á hillum og gluggum eru myndir húsbóndans og eru sönnun þess að Gunnar Ingi Gíslason gerir ekkert með annarri hendinni.
�??�?etta byrjaði með því að ég vaknaði um borð fyrir einu og hálfu ári og var ákveðinn í að verða ljósmyndari. Af hverju veit ég ekki.�?? segir Gunnar Ingi, snöggur upp á lagið þegar talið berst að þessu nýja áhugamáli hans. �??�?g keypti strax flottustu myndavélina sem þá var á markaðnum, Cannon 5D Mark 2. �?g var svo rosalega heppinn að fara á námskeið hjá strák sem heitir Bent Marinósson. �?ar gerði ég mikið og lærði margt sem lagði lagði grunninn að því sem ég kann í ljósmyndun.�??
Sækir þekkingu inn á alnetið
Gunnar Ingi lét ekki þar staðar numið og fór að kanna lendur alnetsins. �??�?g hef líka lært mikið af myndböndum á Youtube, einkum um myndvinnslu,�?? segir Gunnar Ingi og kemur inn á mikilvægt atriði í því sem fyrir augu ber þegar myndir hans eru skoðaðar.
�??�?g byrjaði strax að taka myndir og fékk fljótt hin ótrúlegustu verkefni. �?g sagði aldrei nei, og ef ég var beðinn um að gera eitthvað sem ég hafði ekki gert áður og leist ekki á það fór ég bara og aflaði mér upplýsinga um hvernig best var að gera þetta. �?g myndaði tónleika, árgangsmót, skírnir og fleiri viðburði. Mér finnst sérstaklega gaman að mynda á árgangsmótum, gaman að vera innan um allt þetta fólk. �?að skapast sérstök stemmning þegar fólk er að hittast og rifja upp gömlu góðu dagana.�??
Gunnar opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu í Einarsstofu í dag, fimmtudag milli 17:00 og 19:00. Sýningin verður opin í tíu daga.
Nánar er rætt við Gunnar Inga í Eyjafréttum

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.