Verkfall lækna er skollið á en um er að ræða tveggja daga verkfall sem mun ljúka að miðnætti á þriðjudag. Allir bókaðir tímar falla niður í dag, og á morgun en veitt verður nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem miðast við sambærilega þjónustu á frídögum.
Læknar hafa svo aftur boðað verkfallsaðgerðir frá aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember og frá aðfaranótt mánudagsins 8. desember til miðnættist þriðjudaginn 9. desember.