Mjög blómlegt hefur verið í Sæheimum um Safnahelgina, en þar hafa verið til sýnis ljósmyndir af ýmsum blómplöntum sem finnast á Heimaey. Blómaflóra Eyjanna er mjög fjölbreytt og framtakið að mynda þau og hafa til sýnis afar lofsvert framtak. Full ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við og skoða þessar myndir og fá upplýsingar um blómin.
Ákveðið hefur verið að sýningin muni standa áfram í nokkrar vikur. Nú hefur hefðbundin vetraropnun Sæheima tekið gildi og er safnið einungis opið á laugardögum kl.13-16 eða eftir samkomulagi.