Leik- og lendingarlaugum sundlaugarinnar hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Á vef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að þetta sé gert til að mæta miklum aukakostnaði sem hlýst af varmatapi vegna veðurlags. Á næsta ári mun bærinn kaupa yfirbreiðslu á hluta leiklaugar þannig að hægt verði að halda dýpri hlutanum opnum á þessum árstíma.
Leiksvæði í innilaug er opið frá klukkan 17 til 19 á virkum dögum, nema miðvikudaga en þá er sundæfing frá klukkan 17 til 18. Um helgar er leiksvæði innilaugar opið frá klukkan 11.30 til 15 en þá er laugin hituð upp í 31,5 gráðu. Opnun leik- og lendingarlauga verður auglýst á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.