Einhver seinkun verður á komu seinni ferðar Herjólfs og er áætlaður komutími um miðnætti eins og staðan var klukkan 22:00. Fram kemur á Facebook síðu Herjólfs að Herjólfur sé nú á hægri lelð til Eyja. Ef fram fer sem horfir mun verða töluverð seinkun á komutíma til Vestmannaeyja í kvöld, nánari tímasetning verður sett inn upp úr kl. 22:00.
Varðandi siglingar á morgun þriðjudag þá er öldu-og veðurspá mjög slæm. Ef gera þarf breytingu á áætlun mun verða send út tilkynning kl 07:00 en að öðrum kosti verður siglt skv. áætlun þ.e. brottför kl 08:00.