Harmar aðför gegn landsbyggðinni
Fyrir bæjarráði í síðustu viku lágu fyrir upplýsingar um lokun vinnumálastofnunar á útibúi í Vestmannaeyjum og tilheyrandi skerðingu á þjónustu. Í kjölfar þess verður lagt niður stöðugildi starfsmanns og þjónustan flutt inn á atvinnusvæði borgarinnar.
Bæjarráð harmar þá aðför gegn landsbyggðinni sem ríkisvaldið stendur fyrir á forsendum flutnings opinberra starfa. �??�?rátt fyrir að óvíða séu færri ríkisstörf á bak við við hvern íbúa en í Vestmannaeyjum hefur hvert starfið eftir annað verið flutt frá Eyjum inn á atvinnusvæði borgarinnar sem í dag nær frá Borgarnesi, út að Árborg og yfir í Reykjanesbæ. Með störfunum fara bæði tækifæri og þjónusta. Sem dæmi um þessi störf má nefna stöðugildi á vegum Vinnumálstofnunar, Fiskistofu, Veðurstofu, heilbrigðisstofnunar, Vinnueftirlits, Matís og fleiri segir í bókun bæjarráðs.
Bæjarráð fagnar þeirri umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum um flutning starfa frá atvinnusvæði borgarinnar á landsbyggðina og gerir ráð fyrir að flutningi starfa frá Vestmanneyjum verði sami áhugi sýndur.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.