Aldrei meiri sandur í höfninni
Bæjarráð ítrekaði á fundi sínum þá kröfu sína að samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar verði tafarlaust komið í viðunandi ástand. Skaði samfélagsins í Vestmannaeyjum vegna samgönguvanda á seinustu árum sé með öllu óviðunandi. Krafa bæjarráðs er sú að án tafar verði Eyjamönnum tryggðar öruggar samgöngur allt árið um þjóðveginn sem liggur um Landeyjahöfn.
Bæjarráð segir að siglingar í �?orlákshöfn séu hjáleið sem bæði er dýrari og óhagkvæmari en siglingar í Landeyjahöfn. Í þessari kröfu er falið ákall um að strax verði ráðist í nýsmíði Vestmannaeyjaferju og smíðatími þess nýttur í nauðsynlegar framkvæmdir við Landeyjahöfn til að tryggja dýpi og öruggar siglingar allt árið.
�?etta eru orð í tíma töluð og ekki síst hvað varðar Landeyjahöfn sem samkvæmt nýjustu fréttum er full af sandi og lítið dýpi á rifinu fyrir utan sem reyndar virðast vera orðin tvö. Eyjafréttir hafa ítrekað reynt að fá niðurstöðu mælinga í síðustu viku. Dísa reyndi dælingu í síðustu við bestu aðstæður en varð frá að hverfa. Haft er eftir skipstjóra Dísu í Morgunblaðinu að hann hafi aldrei séð meiri sand í höfninni.
Tíðarfar hefur verið erfitt síðustu vikur og ferðir Herjólfs ítrekað fallið niður vegna veðurs.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.