67 ára og eldri 538 á síðasta ári
Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var lögð fram ályktun þjónustuhóps aldraðra. �?ar segir að í byrjun síðasta árs hafi íbúar í Vestmannaeyjum, 67 ára og eldri verið 538 manns. �?ar af 142 í aldurshópnum 80 ára og eldri.
Mannfjöldasspár gera ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem ná ellilífeyrisaldri muni nær tvöfaldast á næstu áratugum. �?jónustuhópur aldraðra telur mikilvægt að að bregðast við fjölgun aldraðra í samfélaginu en jafnframt hafa í huga að aldraðir eru ekki einsleitur hópur og þarf því að huga að fjölbreyttum þjónustuúrræðum og búsetuúrræðum. Hafa þurfi í huga stefnu ríkisins að fólk geti dvalið sem lengst heima hjá sér en koma til móts við þarfir einstaklinganna eins og kostur er. Segir að mikilvægt sé að vinna að sem fyrst til að bæta hag aldraðra í samfélaginu og bregðast við þeirri stöðu sem nú er komin upp.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.