Á síðasta fundir umhverfis og skipulagsráðs var tekið fyrir að nýju erindi Íslenska Gámafélagsins sem óska eftir athafnalóð fyrir starfssemi fyrirtækisins á iðnaðarsvæði við Ofanleiti.
Umhverfis-og skipulagsráð synjar erindinu enda rúmist umsóknin ekki fyllilega innan skipulags svæðisins. �?á er afstaða ráðsins sú að ákjósanlegast sé að öll sorpflokkun í Vestmannaeyjum sé á sama svæðinu eða a.m.k. á samliggjandi svæðum, sé þess nokkur kostur. Ráðið fól framkvæmdastjóra sviðsins og byggingarfulltrúa að vinna með umsækjendum að því að finna ákjósanlegri lóð undir þeirra starfsemi.