Ferðaþjónustunni blæðir
Ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum blæðir þegar samgöngurnar eru eins og staðan er nú. Veitingastaðir og hótel fá afbókanir daglega, stórir hópar sem hafa boðað komu sína finna sér nýja áfangastaði því enginn vill sigla í �?orlákshöfn í þrjá tíma í úreltu skipi og eins og við vitum þá er það ekki bara tap fyrir þá heldur alla, verslanir og aðra þjónustu. Bærinn lét gera stórglæsilegt safn uppá milljarð en það stendur tómt því það kemst enginn í heimsókn. Á meðan það er verið að notast við fornaldar búnað við að dæla úr Landeyjahöfn gerist ekkert og á meðan við sitjum uppi með þetta skip sem ristir svona djúpt fyrirt utan það að það er löngu úr sér gengið þá gerist ekkert. Við sem fjárfestum í þessum fyrirtækjum á þeim forsendum að Landeyjahöfn væri virk amk hálfa árið og höfum lagt blóð, svita og tár í að halda uppi þjónustu yfir veturinn á meðan ferðamannatíminn er í lægð GETUM EKKI sætt okkur við þetta ástand. Ekki nóg með það að ekkert gerist heldur vitum við ekki neitt. �?að eru engar dagsetningar, það er ekkert sem við getum sagt viðskiptavinum okkar.
Við skorum á bæjarstjóra Vestmanneyja Elliði Vignisson, Vegagerðina, þingmennina okkar sem bera ábyrgð og alla þá aðila sem koma að þessu máli að upplýsa okkur um stöðuna og segja okkur að það sé verið að gera eitthvað.
�?egar eina máltíðin er tekin af svöngum manni þá er þetta orðið spurning um að fara eitthvað annað að éta!
Berglind og Siggi

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.