Formlegur stofnfundur Karlakórs Vestmannaeyja fór fram sunnudaginn 31. Maí síðastliðinn á Háaloftinu. Samþykkt voru lög fyrir félagið auk þess var kosin stjórn og í önnur embætti. Nýkjörna stjórn skipa Sindri �?lafsson formaður, Hörður Orri Grettisson gjaldkeri, Jarl Sigurgeirsson ritari, Ágúst Halldórsson meðstjórnandi og Guðjón �?rn Sigtryggsson meðstjórnandi.
Rúmlega 30 manns sóttu fundinn og var hugur í fundarmönnum sem glöggt má sjá í annari grein laga kórsins, �??Tilgangur félagsins er að æfa og halda uppi karlakórssöng og sameina í söng og gleði allar kynslóðir karlmanna í Vestmannaeyjum. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skipuleggja tónleika og með því að efla samstarf við aðra kóra og tónlistarhópa�??.
Fundinum var svo slitið með kröftugum samsöng eins og lög gera ráð fyrir.