Á morgun eru 100 ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Haldið verður hátíðlega upp á daginn með ýmsum hætti vítt og breytt um landið. Vestmannaeyjabær gefur ekkert eftir og hefur sett fram glæsilega dagskrá í tilefni dagsins.
Í hádeginu þann 19. júní verður haldinn 1500. fundur bæjarstjórnar sem verður sérstakur hátíðarfundur. Hann verður haldinn í Landlyst, sem var fyrsta fæðingarheimili landsins. Á þessum hátíðarfundi er m.a. á dagskrá að staðfesta nýja og betrumbætta jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar.
Klukkan 16.30 verður skipulögð Jafnréttisganga þar sem gengið verður frá Vigtartorgi og sem leið liggur í gegnum Bárustíg að Sagnheimum. Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur mun í göngunni stikla á stærstu áfangasigrum jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi og í Vestmannaeyjum.
Klukkan 17.00 verður fyrirlestur og opnun sýningar Gunnhildar Hrólfsdóttur rithöfunds og sagnfræðings ,,þær þráðinn spunnu�?� sem fjallar um Eyjakonur. Að lokum verður boðið upp á hátíðarköku í tilefni dagsins.
Einnig er búin að vera viðamikil dagskrá hjá Safnahúsi í ár af þessu tilefni og eru bæjarbúar hvattir til að lýta þar inn í