Ásmundur Arnarsson tekur við ÍBV
Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar �?órs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. En þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldin var í dag.
Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. �?að starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.