�??Nú eru búnir fjórir gríðarlega mikilvægir leikir á þeim rúmu tveimur vikum sem ég hef þjálfað liðið og það hefur þróast þannig að í fyrsta leiknum virtust menn ekki þekkja hlutverk sín nægilega vel varnarlega og Stjörnumenn fengu allt of mikið af opnum svæðum,�?? sagði Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari meistaraflokks karla þegar hann var spurður um brösuga byrjun en mikilvægan sigur gegn Leikni á sunnudaginn. Hvað hvað gerði liðið betur í Leiknisleiknum?
�??Í leiknum á móti KR virtist ákveðið andleysi í liðinu og það var líkt og menn hefðu ekki nægjanlega trú á verkefninu. Leikurinn gegn Fylki var mun betri og í raun bara einstaklingsmistök sem valda því að sá leikur tapast. Gegn Leikni var skipulag liðsins miklu betra en gegn Stjörnunni, það var miklu meiri baráttuandi, sigurvilji, liðsheild og trú en gegn KR og engin einstaklingsmistök sem gáfu mark. �?essi sigur er því klárlega eitthvað til að byggja á og í framhaldinu þurfum við að vinna í að bæta leik liðsins sóknarlega.�??
Meira í Eyjafréttum.