Haukar tóku á móti ÍBV í Olís deild karla í dag þar sem ÍBV hafði betur 21-19. �?etta var fyrsti sigur ÍBV á leiktíðinni eftir tvo tapleiki á heimavelli.
ÍBV byrjaði leikinn miklu betur og voru að spila virkilega góða vörn og markvarslan í samræmi við það. Strákarnir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru yfir nánast allan leikinn en ÍBV leiddi með sex mörkum í hálfleik, 11-5.
Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn í eitt mark, aftur tóku Eyjamenn við sér og þegar fimmtán mínútur voru eftir var staðan 16-13. Haukarnir náðu svo að jafna á 51. mínútu og komust svo yfir þegar um um fimm mínútur voru eftir. Andri Heimir jafnaði metin um leið og Dagur Arnarsson kom svo ÍBV yfir tveimur mínútum fyrir leikslok, 20:19.
ÍBV náði að standa vörn sína og það var svo Dagur sem tryggði þeim sigurinn, 21-19 sem voru lokatölur.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Theodór Sigurbjörnsson 9, Andri Heimir Friðriksson 4, Einar Sverrisson 2, Dagur Arnarsson 2, Magnús Stefánsson 2, Grétar �?ór Eyþórsson 1 og
1 -Kári Kristján Kristjánsson