Í kvöld, föstudaginn 27. nóvember verður Elías Bjarnhéðinsson sem notar listamannsnafnið El puerco með útgáfutónleika á Háaloftinu. Með honum er hljómsveitin Forhead shaved eða Ennisrakaðir skötuselir. �?eir munu kynna plötuna Before I leave the planet sem vakti mikla athygli.
Elías er Eyjamaður sem fer ótroðnar slóðir í tónlist sinni og textum. Húsið opnar klukkan 21.00 og á eftir verður Hárkolluleigan með sveiflu eitthvað frameftir.