Fundur trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags fól í gær samninganefnd félagsins og Drífanda í Vestmannaeyjum að hefja undirbúning aðgerða þar með talið verkfalla í fiskimjölsverksmiðjum. Á vefsíðu AFLs kemur fram að samninganefnd AFLs hafi einnig samþykkt í gær að skipa aðgerðarhóp til að undirbúa aðgerðir og skipuleggja.