Vignir Stefánsson, hornamaðurinn sterki hjá ÍBV hefur verið valinn í 18 manna æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta. Liðið mun leika þrjá vináttulandsleiki 18.-20. desember við Noreg en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM sem fer fram 7.-9. janúar í Serbíu. Ísland er þar í riðli ásamt Eistlandi, Makedóníu og Serbíu.