Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt, en þar var veður einna verst á landinu. Þar að auki voru skemmtistaðir opnaðir eftir miðnættið og líf og fjör var því í bænum þrátt fyrir veðrið. Allt gekk þó stóráfallalaust fyrir sig og fór skemmtanahaldið vel fram að sögn varðstjóra.