Það verður sannkölluð Eyjastemmning í Höllinni í kvöld þegar stuðbandið Tríkot mun troða upp á dansiballi. Upphaflega stóð til að Ingó og Veðurguðirnir myndu troða upp en Veðurguðirnir urðu veðurtepptir og komust ekki til Eyja, þar sem síðari ferð Herjólfs var felld niður og ekkert var flogið í dag. Ballið mun standa til klukkan þrjú í nótt og eru Eyjamenn hvattir til að grípa dansskóna og skella sér á Eyjaball í Höllinni.