Samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum fór jólahátíðin að mestu leyti vel fram og án teljandi vandræða. Eitthvað var þó um pústra á öldurhúsum bæjarins en engin líkamsárás hefur verið kærð í tengslum við þessa pústra. Ein líkamsárás var þó kærð til lögreglunnar en maður sem var gestkomandi í heimahúsi var sleginn af öðrum gesti með þeim afleiðingum að hann fékk glóðurauga. Ástæða árásarinnar er óljós en verið var að vísa þeim sem sló út úr húsinu þegar árásin átti sér stað.