Eyjamaðurinn sterki, Kári Kristján Kristjánsson er í 19 manna æfingahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Kári, sem leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu HSG Wetzlar hefur verið sterkur á línunni hjá liði sínu í vetur en framundan eru tveir æfingaleikir gegn Þjóðverjum 7. og 8. janúar. Í janúar tekur íslenska liðið svo þátt í Heimsmeistaramótinu sem fer fram í Svíþjóð að þessu sinni.