Það var mikil hátíðarstund í Vestmannaeyjum þegar nýtt skip, Þórunn Sveinsdóttir VE 401, kom til heimahafnar í Eyjum í fyrsta sinn á aðfangadag. Mikill mannfjöldi var á bryggjunni og lét fólk ekki á sig fá slydduhríðina sem gekk yfir þennan dag. Um leið og hið glæsilega skip sigldi inn á Víkina var skotið upp flugeldum til að fagna góðri viðbót í flota Eyjamanna.