Mest lesna fréttin á Eyjafréttum.is árið 2010 er hvorki um Landeyjahöfn né öskufall, ekki um fótbolta eða handbolta og ekki um Icesave eða bankahrunið. Mest lesna fréttin er reyndar bara grín og það í orðsins fyllstu merkingu því mest lesna fréttin er föstudagsgrínið föstudaginn 4. júní í sumar. Þar er sagt frá ökumanni sem er tekinn fyrir of hraðann akstur en ástæða aksturslagsins er spaugileg. Í næst mestu lesnu fréttinni er sagt frá glæsilegu útisvæði við sundlaugina og í þeirri þriðju er sagt frá veðurspá fyrir Þjóðhátíð. Mest lesnu fréttirnar á Eyjafréttum 2010 má sjá hér að neðan.