80 sentímetra beitusmokkur svamlaði um við Bæjarbryggjuna í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi. Dýrið vakti mikla athygli og fljótlega dreif að fólk enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá lifandi smokkfisk svamla í höfninni. Starfsmenn Sæheima í Vestmannaeyjum háfuðu svo beitusmokkinn upp úr höfninni og fluttu hann á Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja en hann lifði ekki nóttina.