Ný reglugerð um sund- og baðstaði tekur gildi frá og með 1. janúar 2011. Helsta breytingin sem viðkemur gestum laugarinnar snýr að aldri þeirra. Hingað til hafa börn sem náð hafa 8 ára aldri haft möguleika á því að fara ein í sund en aldurstakmarkið hefur nú verið hækkað í 10 ár. Einnig hefur aldur ábyrgðarmanns barna undir 10 ára aldri verið hækkaður í 15 ár og takmarkast fjöldi barna í umsjón hans við tvo nema um foreldri eða forráðamenn sé að ræða.