Óvenju mikið var um innbrot í Vestmannaeyjum í síðustu viku en eins og greint var frá í síðustu viku, var brotist inn í verslun Steingríms Benediktssonar við Vestmannabraut að morgni 31. desember og stolið þaðan skartgripum og úrum. Á öryggismyndavélum sést að einn aðili stóð að ráninu og óskar lögregla eftir upplýsingum um málið. Sömu nótt var einnig brotist inn í bílakjallara við Baldurshagahúsið og bíll skemmdur. Einnig var brotist inn í Golfskálann aðfaranótt 2. janúar og skemmdir unnar innandyra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.