Stéttarfélög sjómanna hafa að venju nýtt tímann á milli jóla og nýárs til fundarhalda enda er þetta eini tími ársins sem sjómenn eru flestir í landi á sama tíma. Mörg þeirra hafa ályktað um framtíðarskipan stjórna fiskveiða hér við land ásamt öðru sem að hagsmunum sjómanna. Öll heildarsamtök sjómanna hafa sömuleiðis lýst áliti sínu á því hvernig stjórna beri fiskveiðum og sama má reyndar segja um samtök smárra sem stórra útgerða. Línurnar eru nokkuð skýrar hvað þetta varðar hjá öllum þessum aðilum: Farið skal að tillögu sáttanefndar um stjórn fiskveiða um sk. samningaleið. Öðrum leiðum er hafnað.