Vestmannaeyjabær og HS veitur munu líkt og undanfarin ár sameinast um að láta ljós loga á leiðum látinna í kirkjugarðinum til upphafsdags Heimaeyjargossins, 23. janúar, án sérstaks kostnaðar fyrir aðstandendur. Þá mun Vestmannaeyjabær einnig láta loga á jólaljósum við stofnanir, í miðbæ og víðar. Er þetta gert til að minna Eyjamenn og gesti á þann merka atburð sem eldgosið á Heimaey var og hversu ríka merkingu sá atburður og afleiðingar hans eiga í hug og hjörtum allra Eyjamanna.