Fullt hús af alls konar hetjum og furðulegum persónum
7. janúar, 2011
Grímuball Eyverja var haldið í dag í Höllinni og létu undir Eyjamenn hvassviðrið ekkert stoppa sig í að mæta. Fullt var út að dyrum á grímuballinu sem stóð frá 14 til 16. Veitt voru verðlaun fyrir flottustu þrjá búningana og auk þess voru veitt tvö aukaverðlaun. Ung stúlka í gervi Avatar úr samnefndri kvikmynd hlaut fyrstu verðlaun enda kom hún svífandi á dreka.