Þrettándahátíðin í Vestmannaeyjum náði hámarki með Þrettándagleði ÍBV-íþróttafélags í gærkvöldi. Ekki gátu þó allir notið gleðinnar því slökkviliðsmenn í Vestmannaeyjum fengu voru kallaðir út sex sinnum á aðeins um tveimur klukkustundum á laugardagskvöldið, eftir því sem fram kom í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Talið er að eldarnir hafi kviknað út frá flugeldum sem lentu í skraufþurru grasinu.