Þrettándahátíðin í Vestmannaeyjum er að festa sig í sessi sem vegleg bæjarhátíð sem stendur yfir í þrjá daga með veglegri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hápunkturinn er að sjálfsögðu Þrettándagleði ÍBV þar sem jólasveinar, álfar og tröll ganga fylktu liði frá Hánni og upp á malarvöllinn við Löngulág þar sem kveikt er á bálkesti, skotið upp flugeldum og börn á öllum aldri fá að heilsa upp á jólasveinana og meðreiðarsveina þeirra. Þrettándagleðin í ár var afar vel heppnuð og hefur sjaldan verið jafn mikill mannfjöldi í Eyjum þessa fyrstu helgi ársins. Með fréttinni fylgja fjölmargar myndir og myndbönd sem má sjá hér að neðan.