Ráðist var á ljósmyndara Eyjafrétta.is þar sem hann var við störf á malarvellinum við Löngulág á laugardagskvöldið. Hrottarnir voru þrír saman, voru reyndar fastir saman í einum líkama og ófríðir með afbrigðum. Ljósmyndarinn náði að taka myndband af árásinni sem má sjá hér að neðan en árásina má sjá þegar 36 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þrjótarnir komust hins vegar undan og sáust síðast hlaupandi til fjalla.