Leikmenn meistaraflokks karla standa nú sem fyrr, fyrir hinum margrómaða Peyjabanka. Um er að ræða getraunaleik handboltans þar sem giskað er á úrslit í Heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Svíþjóð í lok vikunnar. Þetta er sjöunda árið í röð sem Peyjabankinn verður starfræktur en vegleg sigurlaun eru í boði.