Líkamsmeiðingar, árekstrar, þjófnaður, óveður og fylliríisrugl
10. janúar, 2011
Það var töluverður erill hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina. Nokkuð var um handalögmál við skemmtistaði bæjarins en þrátt fyrir það hefur aðeins einn aðili kært líkamsárás.
Þá var nokkuð um útköll vegna þess óveðurs sem gekk yfir landið liðinni viku en engar alvarlegar skemmdir urðu sem rekja má til veðurofsans.