Nemandi í samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í verslun út á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélagverslun þar sem hægt að var fá allt milli himins og jarðar. Verslunarstjóranum leist vel á unga manninn þótt hann væri óreyndur og ákvað að ráða hann til reynslu. Hann sagði unga manninum að mæta næsta morgun og um kvöldið myndi hann síðan ákveða hvort hann fengi vinnuna eða ekki.