Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á þriðjudaginn lá fyrir minnisblað frá starfshópi á vegum ráðsins varðandi húsnæðismál slökkvistöðvar. „ Að gefnum þeim forsendum sem fyrir liggja leggur vinnuhópurinn til að staðsetning á nýrri slökkvistöð verði austan megin við Kyndistöð HS-veitna við Kirkjuveg,“ segir í fundagerð ráðsins. Ráðið fól framkvæmdastjóra að hefja vinnu við frumhönnun nýrrar slökkvistöðvar.

Einnig lá fyrir erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem hann óskaði eftir að fá að nýta fjárheimild sem myndaðist við kaup á körfubíl til að endurnýja þjónustubifreiðar slökkviliðsins. Ráðið samþykkti það.