Lára Dögg Konráðsdóttir kom af stað átaki hér í Eyjum í kringum páska þar sem að hún hvatti fólki til þess að taka með sér poka í göngu og tína upp það rusl sem á vegi þeirra verður. Bæjarbúar tóku vel í þetta og fólk í göngu með ruslapoka var algeng sjón alla páskahelgina. En hvernig kviknaði þessi skemmtilega hugmynd hjá Láru Dögg?
�??Hugmyndin kviknaði þegar ég var að rölta með krakkana í leikskólann einn morguninn eftir að snjóa leysti. �?á sáum við hvað það var mikið rusl alls staðar og fórum að tína upp rusl í kerruna. Í kjölfari bjó ég til facebook síðu fyrir átakið og hvatti alla til þess að taka þátt,�?? sagði Lára Dögg. �??Undirtektirnar voru virkilega góðar, margir sem tóku þátt og fólk var virkilega ánægt með framtakið. Einnig voru margir sem póstuðu myndum inn á facebook sem var gaman að sjá.�??
Hættum að henda rusli
Við spurðum Láru Dögg hvað við Eyjamenn getum gert til þess að sameinast í því að hugsa betur um umhverfið okkar og náttúru. ,,Númer eitt, tvö og þrjú, þurfum við einfaldlega að hætta að henda rusli á götur bæjarins. Oft sé ég að verið er að henda rusli út úr bílum sem dæmi sem fyrir mér er óskiljanlegt . Okkur munar ekkert um það að hafa ruslapoka í bílnum og losa hann síðar. Kennum börnum okkar að henda rusli í ruslatunnur og bera virðingu fyrir umhverfinu.Tökum rusl upp af götunni þegar við sjáum rusl. Svo er það eitt hérna í Eyjum sem er skelfilegt, hvað það eru margir hundaeigendur sem hirða ekki upp eftir hundinn sinn. T.d. labba ég Hvítingaveginn þegar ég fer með börnin á leikskólann og það er alltaf hundaskítur á sama stað á hverjum degi þar. Ekki nóg með að þetta er lýti á bænum þá lætur þetta alla hundaeigendur líta illa út. Einnig finnst mér vanta fleiri ruslatunnur um allan bæinn. Bærinn okkar er svo fallegur og við verðum að hugsa vel um hann. �?að hefur svo mikið að segja þegar svona ferðamannabæir eru hreinir og fínir. �?g er alveg viss um að örugglega flest okkar getum tekið okkur eitthvað á og hugsað betur um nær umhverfi okkar.�?? Lára Dögg vildi að lokum koma þökkum til allra sem tóku þátt í átakinu. ,,�?g vil þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í þessu átaki, það var einstaklega gaman að sjá hversu duglegt fólk var og ég vona svo sannarlega að átakið hafi ýtt við fólki og að það taki jafnvel enn poka með sér í göngur.�??