Sjómannadagshelgin | Dorgveiðimót, skemmtidagskrá og Vigtartorgi og skemmun í Höllinni
�?að verður mikið um dýrðir í dag líkt og síðustu ár. Dagurinn byrjar með Kvennahlaupi ÍSÍ klukkan 11.00 og dorveiðikeppni Sjóve og Jötuns hefst á sama tíma á Nausthamarsbryggju. Klukkan 12.00 mun Eyjaflotinn þeyta skipsflautum. Skemmtidagskrá hefst svo á Vigtartorgi klukkan 13.00 þar sem að séra �?rsúla Árnadóttir mun byrja á því að blessa daginn. Kappróðurinn, koddaslagurinn, sjómannaþraut og karalokahlaupið verður svo á sínum stað. Halli Geir, tvöfaldur heimsmeistari í sjómanni skorar á gesti og gangandi í sjómann. Ribsafari mun svo bjóða upp á ódýrar ferðir og björgó verður með opið í klifurvegginn. Hoppukastlar og Leikfélag Vestmannaeyja verða á staðnum. Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir bjóða svo upp á glæsilega sýningu á hjólum sínum í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins á Skipasandi.
Klukkan 16.00 tekur ÍBV á móti KR á Hásteinsvelli og við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að mæta á völlinn og styðja okkar menn. Væri gaman að mynda alvöru sjómannadagsstemmningu á leiknum. Klukkan 19.30 hefst svo glæsileg hátíðardagskrá í Höllinni þar sem að Einsi Kaldi mun sjá um veitingarnar og landslið skemmtikrafa mun halda uppi fjörinni langt fram eftir nóttu.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.